Um verkefnið

UMFÍ og ÍSÍ hafa stofnað 8 svæðisstöðvar með stuðningi frá mennta- og barnamálaráðuneytinu til að efla íþróttastarf um allt land.


Um markmið verkefnisins

 

  • Að vinna með íþróttahéruðum að eflingu íþróttastarfs um allt land
  • Að vinna að innleiðingu á stefnu og markmiðum íþróttahreyfingarinnar
  • Að vinna að innleiðingu á stefnu og markmiðum stjórnvalda í íþróttamálum
  • Auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttum og sérstaklega; fatlaðra barna, barna af tekjulægri heimilmum og barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.



Horft er til þess að þjónusta íþróttahéruðin í nærumhverfi sínu með samræmdum hætti. Með sterkari íþróttahéruð og svæðisstöðvar um allt land aukist skilvirkni innan hreyfingarinnar og geri þeim kleift að takast á við núverandi og fyrirséð verkefni. Einnig að styrkja stefnumótandi vinnu og aðgerðir á landsvísu og stuðla þannig að farsælda barna og annarra sem nýta þjónustu hreyfingarinnar.